Nú langar mig á tónleika.
Echo & the Bunnymen verða í höllinni 6. maí, ásamt fleiri misskemmtilegum flytjendum. Miðaverðið er meira að segja hófstillt.
Ég hlusta talsvert á E&B, en Steinunn er ekki eins hrifin. Spurning hvort ég fari ekki bara einn á þessa tónleika en sendi hana í staðinn á Ian Anderson. Það er ekki minn tebolli.
# # # # # # # # # # # # #
Flott dagskrá í Friðarhúsi á morgun með forvitnilegri kvikmyndasýningu. Þangað mæta allir góðir menn.