Götuheiti óskast

Á Elliðaárdalnum er unnið að vegarlagningu. Öllu heldur er verið að breyta lélegum malarslóða neðan úr dal og upp að gömlu kartöflugeymslunum í­ írtúnsbrekkunni í­ alvöru veg. Það er nauðsynlegt þar sem jarðhús þessi eru senn að fá nýtt hlutverk sem gallerí­, kaffihús, vinnustofur listamanna o.þ.h.

Auðvitað mætti hugsa sér að þessi botnlangi væri skilgreindur sem hluti Rafstöðvarvegar, en rökréttara er þó að lí­ta á hann sem nýja götu – sem þar með þyrfti nafn.

Kartöflutröð hljómar ekki illa. Fleiri uppástungur?