Á Elliðaárdalnum er unnið að vegarlagningu. Öllu heldur er verið að breyta lélegum malarslóða neðan úr dal og upp að gömlu kartöflugeymslunum í írtúnsbrekkunni í alvöru veg. Það er nauðsynlegt þar sem jarðhús þessi eru senn að fá nýtt hlutverk sem gallerí, kaffihús, vinnustofur listamanna o.þ.h.
Auðvitað mætti hugsa sér að þessi botnlangi væri skilgreindur sem hluti Rafstöðvarvegar, en rökréttara er þó að líta á hann sem nýja götu – sem þar með þyrfti nafn.
Kartöflutröð hljómar ekki illa. Fleiri uppástungur?