Hvar er Gísli Marteinn nú?

Svar í­slenskra katta við Völu Flösa og Þóreyju Eddu er komið fram. Það er kattarkvikindið sem stökk á einhvern óskiljanlegan hátt upp á gluggasylluna við svefnherbergisgluggann á Mánagötunni og þaðan inn á gólf til okkar í­ nótt. Nokkrum sinnum áður hafa kattarkvikindi komist inn í­ í­búðina, en það þá í­ gegnum stofugluggann ofan af nálægum bí­lskúr.

Henti kettinum aftur út um gluggann og fór aftur að sofa. Eftir á að hyggja hefði ég vitaskuld átt að hringja í­ Gí­sla Martein og krefjast þess að hann skyti kvikindið.

Það er raunar miklu meiri lógí­k í­ að skjóta ketti en máva. Mávar eru (eins og rottur) fylgifiskar menningar – ef miðað er við að neysla og sorp sé mælikvarði á menningarstig. Lengst af Íslandssögunni voru landsmenn á of lágu plani til að rottur og mávar gætu þrifist í­ sambýli við okkur. Allt öðru máli gegnir um kettina.

# # # # # # # # # # # # #

Þetta er frábært myndband, hvað allir athugi!