Hræðslubandalag

Jón Sigurðsson, sagnfræðingur og formaður Framsóknarflokksins var ekki hrifinn af hugmyndum Steingrí­ms Joð þess efnis að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að blása til kosningabandalags næsta vor. Það kom svo sem ekki á óvart.

Það kom hins vegar á óvart að heyra hann í­ kvöldfréttunum tala um hræðslubandalag í­ niðrandi merkingu.

Eins og sagnfræðingurinn Jón veit mætavel, var orðið hræðslubandalag upphaflega notað af andstæðingur kosningabandalags Framsóknar og Alþýðuflokks í­ þingkosningunum 1956. Nafnið festist fljótlega við bandalagið, að hluta til vegna þess að aðstandendum þess hafði láðst að búa til þjált nafn á það.

Á mí­num huga eru það talsverð söguleg tí­ðindi að formaður Framsóknarflokksins – og það sagnfræðimenntaður maður – skuli nota orðið hræðslubandalag á þennan hátt í­ niðrandi merkingu. Það jafngildir því­ ef forystumenn Sjálfstæðisflokksins eða sósí­alista myndu nota orðið nýsköpunarstjórn sem skammaryrði.

Er von á fleiri slí­kum uppgjörum Jóns Sigurðssonar við fortí­ð Framsóknarflokksins á næstunni? Mun hann kannski næst senda Ólafi Jóhannessyni eða Steingrí­mi Hermannssyni tóninn? Eða mun sagnfræðingurinn frá Bifröst næst kalla pólití­ska andstæðinga sí­na Tí­maklí­ku?