Þann fyrsta þessa mánaðar kom 13. bókin í Valhalla-teiknimyndasagnaflokknum út í Danmörku. Hún fjallar um dauða Baldurs og forsíðuna má sjá hér. Ég get ekki beðið eftir að lesa þessa bók. Treysti því að þessi bloggsíða sé lúslesin af starfsmönnum erlendu deildanna í bókabúðunum, sem stökkvi nú til og panti eintök. Ekki væri verra að fá svo tilkynningu þess efnis í athugasemdakerfið.
Sé á heimasíðu Peters Madsens að vinna við 14. bókina, sem jafnframt verður sú næstsíðasta, sé hafin. (Ætli lokabókin fjalli ekki um Ragnarök?)
Næsta bók hins vegar fjalla um tilurð Sleipnis, ef mér sýnist rétt. Hún mun heita „Múrinn“. Hér má sjá uppkast af einni persónu bókarinnar.
Ætti ísatrúarfélagið ekki að ganga í að þýða þessar bækur á íslensku – eða í það minnsta flytja inn höfundinn?