Halldór ísgrímsson er víst orðinn framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar.
Á tengslum við það sló einhver því fram að skandinavískir fjölmiðlar skrifuðu um að rétt væri að leggja Norðurlandaráð niður – og að í þessu fælist mikið diss.
Þetta er mikill misskilningur. Ef menn vilja í raun og veru leggja Norðurlandaráð niður, væri þá ekki einmitt tilvalið að ráða Halldór? Miðað við hvað hann hefur gengið vasklega fram við að slátra Framsóknarflokknum ætti hann að ná að afgreiða Norðurlandaráð á innan við áratug.