Ræðumennska

Á dag er ég búinn að hugsa talsvert um ræðumennsku. Tilefnið var svo sem ekkert merkilegt, bara hugrenningatengsl í­ kjölfarið af spjalli við kennara sem kom með skólahóp í­ Rafheima í­ morgun.

Ég lí­t á sjálfan mig sem þokkalegan ræðumann og hef fengist talsvert við að leiðbeina fólki á þessu sviði. Á kringum tví­tugt hafði ég góðan pening upp úr því­ að þjálfa Morfís-lið og mér reiknast til að ég hafi komið að þjálfun liða úr nærri tí­u framhaldsskólum.

Ég er alltaf að hitta fólk sem segist hafa verið í­ ræðuliðum undir minni leiðsögn án þess að ég komi fyrir mig andlitunum. Þetta var nefnilega tarnavinna sem unnin var á nóttunni með kaffiþambi og pizzuáti. Á þeim árum sem maður gat hæglega misst út svefn í­ nótt og nótt var Morfís-bransinn gullnáma. Held reyndar að launagreiðslurnar séu orðnar eitthvað lægri núna – og er það vel.

Ég skipaði alltaf strákunum sem ég var að þjálfa (já, þetta voru meira eða minna strákar – kannski svona 90%) að horfa á Omega. Bandarí­sku sjónvarpsprédikararnir þar eru einhverjir flottustu ræðumenn sem finnast. Sérstaklega var gamla kerlingin flott. Það eru ekki endilega sjálfir ræðutaktarnir eða raddbeitingin sem virka svona vel hjá þessum prédikurum, það er hins vegar einhver neisti og dásamleg tilfinning fyrir salnum.

Ræðurnar sem fluttar eru í­ Morfís-keppni eru nánast allar drasl. Öðru hvoru fékk einhver skólablaðsritstjórinn þá hugmynd að birta velheppnaðar ræður á prenti. Þá gátu allir séð hversu rýrar þær voru í­ roðinu. Verstu partý sem hægt var að lenda í­ í­ menntó voru Morfís-ræðumannapartý, þar sem menn kepptust við að endursegja „greitest hits“ úr gömlum ræðum eða hnyttnum tilsvörum. Er ekki alveg saklaus af því­ að hafa tekið þátt í­ slí­ku sjálfur.
Samt held ég að Morfís-þjálfunin hafi gert gott þeim sem undir hana gengust. Ekki út á ræðurnar, heldur út á æfinguna sem felst í­ því­ að taka sama A4-blaðið og flytja textann á því­ aftur og aftur og aftur… Lærdómurinn felst í­ endurtekningunni – að glí­ma við sömu málsgreinina tí­munum saman, úttaugaður og vansvefta með magasár af kaffiþambi.

Ætli þetta sé ekki skýringin á því­ hvers vegna sjónvarpsprédikararnir eru svona góðir? Á raun eru þeir alltaf að lesa sömu romsuna, flytja sömu 6-7 ræðurnar í­ örlí­tið breyttri mynd. Flestir þeir bestu eru lí­ka búnir að vera í­ bransanum í­ áratugi. Það má drekka marga kaffibolla á þeim tí­ma.

# # # # # # # # # # # # #

Á fimmtudaginn förum við Sverrir með tæknisöguhópinn í­ vettvangsferð á tæknisöguslóðir í­ Reykjaví­k. Var að undirbúa ferðina í­ dag og taka út aðstæður. Þetta verður stórfróðlegt. Nákvæm ferðatilhögun er þó leyndarmál.

# # # # # # # # # # # # #

Rokktónleikar í­ Friðarhúsi kl. 19 á morgun. Þangað mæta harðhausar og sá er þetta ritar.

# # # # # # # # # # # # #

Mér skilst að vef-Mogginn hafi birt mynd af mér með grein um litatí­sku. Grænt er ví­st málið nú um stundir. Loksins er ég orðinn fótómódel.

Bí­ð spenntur eftir að fá sendan tengil á þessa frétt.