Á vikunni fékk ég að heimsækja kartöflugeymslurnar í írtúnsbrekkunni og skoða framkvæmdirnar sem þar hafa átt sér stað. Ef ég ætti hatt, væri ég núna að éta hann.
Ég hafði litla trú á þessu kartöflugeymsludæmi. ítti bágt með að sjá að hægt væri að breyta gömlum sprengiefnageymslum/kartöflubröggum í miðstöð fyrir myndlistarmenn, hönnuði og kaffihúsarekstur.
Núna, þegar búið er að breyta húsnæðinu gríðarlega, sést hversu flott hugmyndin er. Sýningarsalirnir í jarðhúsunum sem núna eru tilbúnir undir tréverk, eru þeir flottustu sem til eru í borginni.
Ég hef heyrt þeirri hugmynd varpað fram að Hönnunarsafn Íslands muni koma sér fyrir í jarðhúsunum þar til húsnæði þess verður tilbúið í Garðabænum e. 4-5 ár. Það er góð hugmynd.
Skyndilega er gamla hugmynd Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts um safnasvæðið Elliðaárdal farin að hljóma raunhæfari. Næsta skref væri að flytja aðalinngang írbæjarsafns niður í Elliðaárdalinn – nógu er u þrengslin mikil þarna uppá írtúnsholtinu.