Stjórnmálastarf 103

Á gær lærði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi mikilvæga lexí­u.

Hann var boðaður í­ sjónvarp að takast á við Framsóknarmann um pólití­skar ráðningar. Sjálfsagt hefur Dagur hugsað: „Hah! Þetta verður hægðarleikur. Að rassskella Framsóknarmann í­ umræðum um pólití­ska spillingu – það getur hvaða barn sem er gert!“

Hugsunarvilla Dags var einföld. Framsóknarmenn eru sérfræðingar í­ pólití­skri fyrirgreiðslu – það er einmitt það sem gerir þá ERFIíA andstæðinga en ekki auðvelda. Á stuttu máli sagt náði borgarfulltrúinn sem einu sinni var óháður sér aldrei á strik. Held sannast sagna að hann hafi orðið feginn þegar umræðunum lauk.

Hvað hefur eiginlega komið fyrir Dag Eggertsson? Frá því­ að Samfylkingin náði ekki markmiðum sí­num í­ kosningunum í­ vor, hefur hann verið eins og draugur. Ekki þarf hann í­ það minnsta að hafa áhyggjur af því­ lengur að standa í­ skugganum af Stefán Jóni, sem er að stökkva til Afrí­ku. Og ef kratarnir ná eitthvað að rétt úr kútnum í­ vor er smáséns að Steinunn Valdí­s detti inn á þing. Þá væri borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar orðinn áhugaverður: Dagur, Björk Vilhelmsdóttir, Oddný Sturludóttir og Sigrún Elsa.

Ætli fasteignasali myndi ekki lýsi þessum hópi með þeim orðum að hann „bjóði upp á mikla möguleika“?

# # # # # # # # # # # # # #

Eftir þriggja daga heimveru með leiðindakvef komst Ólí­na aftur á Sólhlí­ð í­ morgun. Hún ljómaði upp og var byrjuð að kubba hjá Boggu deildarstjóra áður en hún hafði rænu á að veifa mér á brott. Ólí­na er mjög nákvæm varðandi það hvar fólk á að vera í­ tilverunni. Henni finnst gaman að fara á leikskólann og henni finnst gaman að koma aftur heim – en við foreldrarnir eigum ekkert með að stoppa neitt á leikskólanum til að spjalla við starfsfólkið. Og ef við gerum okkur lí­kleg til að ætla að drolla eitthvað, þá er okkur hreinlega ýtt út.