Gömul sendibréf eru frábær skemmtun. Eftirfarandi tilvitnun er úr bréfi sem Steinþór langafi minn sendi þáverandi heitmey sinni Svanhildi Bjarnadóttur (sem dó langt fyrir aldur fram). Bréfið er sent frá Kaupmannahöfn til Flateyrar 11. október 1912. Langafi er stúdent við Kaupmannahafnarháskóla sem reynir að sannfæra kærustuna um að láta slag standa og flytja til Hafnar. Hann lýsir ævintýrum sínum í stórborginni:
Ég telefonera eftir Automobil eins og höfðingi og ek svo um götur borgarinnar, auðvitað upp á frúarinnar reikning. Það er ekki svo oft sem maður fær færi á að aka í Automobil (motorvagni), en það er dæmalaust gaman að því. Þegar þú kemur, skal ég aka með þér í Automobil frá skipsfjöl og heim til þín, það er vani að gera það þegar flytja þarf farangur.
(Nei, engin ónot í garð Moggabloggsins núna. Moggabloggið á ekki einu sinni skilið að vera nefnt í sömu færslu og langafi.)