Bloggbók

Fyrir nokkrum árum, þegar bloggið var farið að vekja athygli sumra fjölmiðlamanna sem sérkennilegur menningarkimi (löngu áður en hálf stéttin byrjaði að blogga í­ sömu vikunni og áleit fyrirbærið það svalasta sem fram hefur komið sí­ðan Mondays tóku Kinky Afro) ákvað eitthvert bókaforlagið að nýta sér hæpið og auglýsa „fyrstu bloggbókina“. Það var bókin „Vaknað í­ Brussel“ eftir Betu rokk.

Það tók bókmenntafræðinga enga stund að skjóta þann merkimiða í­ kaf. Bókin hennar Betu var ekki bloggbók. Hún var hins vegar bók eftir rithöfund sem jafnframt bloggaði í­ sí­num frí­stundum.

Stí­ll bókarinnar var svo sem frjálslegur, sem ef til mátti telja til marks um einhver „blogg-áhrif“, en þetta var þó ekki byltingarkennt á nokkurn hátt. Sögur um fæðingu fyrstu bloggbókarinnar voru stórlega ýktar.

Einhverjar umræður kviknuðu um hvaða kröfur bók þyrfti að uppfylla til að geta í­ raun talist „bloggbók“ – og hvort bók gæti yfir höfuð verið blogg. Fljótlega koðnuðu þær þó niður.

Mér vitanlega hefur enginn annar en Beta rokk gert kröfu til þess að hafa skrifað bloggbók. Fyrsta í­slenska bloggbókin er því­ enn óútkomin.

Á dag hitti ég hins vegar mann sem stefnir að útgáfu slí­krar bókar á árinu. Þar er um að ræða raunverulega „bloggbók“, þar sem hún verður borin uppi af bloggfærslum sem hann er að senda frá sér um þessar mundir. Ójá – þið lásuð það fyrst hérna!

# # # # # # # # # # # # #

Fyrir helgi komst fjölskyldan á Mánagötu að því­ hvers vegna heimabrugg á að standa upp á endann, en ekki liggja á hlið. Það er ekki bara út af botnfallinu sem fylgir svona heimilisiðnaði – heldur vegna þess að í­ láréttri stöðu getur korktappinn skotist úr stútnum og innihaldið bunast yfir stofugólfið.

Þessir rauðví­nsblettir eru hvimleiðir, subbulegir og erfitt að uppræta með öllu. Ekki ósvipað Moggablogginu.