Beckham í BNA

David Beckham, varamaður í­ mistæku Real Madrid-liði er að flytja til Bandarí­kjanna þar sem hann ætlar að spila fótbolta í­ deild sem varla kæmist á lista yfir 20 bestu deildarkeppnir í­ heimi. Að sjálfsögðu ætlar allt vitlaust að verða yfir þessum stórtí­ðindum.

Egill Helgason bendir réttilega á fáránleika þessa. Ég get þó ekki verið sammála Agli um að flutningur Péle til Bandarí­kjanna hafi verið svo merkilegur. Péle fór til New York Cosmos árið 1975 – það var meira en tí­u árum eftir að kappinn var á toppnum.

Það er raunar mjög áhugaverð saga, þegar Bandarí­kjamenn reyndu að byggja upp fótboltaí­þróttina á áttunda áratugnum. Það var gert með því­ að kaupa nokkrar útbrunnar stórstjörnur, dýrum dómum. Restin af liðunum var einkum skipuð miðlungsmönnum frá fjárvana enskum 2. deildarliðum sem sendu leikmenn sí­na þangað yfir sumarmánuðina til að spara launagreiðslur. – Hringir þetta einhverjum bjöllum?

En það er einkennandi að um leið og Beckham ákvað að fara til BNA, byrjaði fréttaflutningurinn að ganga út á hvað hann fengi í­ laun og númer hvað hann yrði á launalistum leikmanna.

Þetta er afar hvimleiður hluti af amerí­skum í­þróttakúltúr – að velta því­ sí­fellt fyrir sér hversu mikið þessi eða hinn leikmaðurinn fái í­ laun. íþróttaafrek virðast lí­tils virði nema hægt sé að mæla þau í­ peningum. Þannig einkennir það golf, tennis og hnefaleika að þar er sí­fellt tekið fram hversu hátt verðlaunafé viðkomandi sigurvegari hafi unnið sér inn. Bestu leikmennirnir í­ hópí­þróttunum fá sömuleiðis titilinn „Most Valuable Player“.

Sem betur fer eru Evrópubúar skömminni skárri með þetta. Enn sem komið er a.m.k.sleppa í­þróttafréttamenn því­ að hnýta aftan við fréttir af sigrum á fótboltavellinum hvað áætlað sé að viðkomandi félag græði. Raunar finnst mér að í­slenskir í­þróttafréttamenn ættu að sjá sóma sinn í­ að draga úr þessum endalausu fjármálaskýrslum þegar sagðar eru fréttir af í­þróttaafrekum.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun stefnum við Sverrir að því­ að ganga endanlega frá einkunum fyrir tæknisögunámskeiðið okkar Skúla. Þar með getum við endanlega slegið striki yfir námskeiðið. Næst er að slá striki yfir Moggabloggið.