Ósýnilegasti frambjóðandinn?

Hver skyldi vera ósýnilegasti frambjóðandi kosningabaráttunnar? Vel að merkja, þá á ég ekki við e-a kandí­data neðarlega af listum og heldur ekki þingmenn sem voru lí­tið í­ sviðsljósinu fyrir. Þannig eru það ekki sérstök tí­ðindi að Einar Már Sigurðsson, Þurí­ður Bachman eða Kjartan Ólafsson séu lí­tið í­ spjallþáttum sjónvarpsstöðvanna eða á flettiskiltum á Sæbrautinni. En hvað með fólkið sem hefur áður verið áberandi eða sem ætla mátti að yrði í­ framvarðasveitinni en sést ekki í­ fjölmiðlum eða auglýsingum?

Nokkur nöfn koma strax upp í­ hugann:

* Guðfinna S. Bjarnadóttir var kynnt til sögunnar sem nýstirni í­slenskra stjórnmála eftir prófkjör í­haldsins. Hvar er hún núna?

* Konurnar sem röðuðu sér í­ og við baráttusætin hjá Sjálfstæðisflokknum í­ borginni – Sigrí­ður Andersen, Dögg Pálsdóttir…

* Allir frambjóðendur Íslandshreyfingarinnar aðrir en Ómar, Margrét og ísta Þorleifsdóttir. Er Jakob Frí­mann ekki á landinu?

* Efstu þrjú sætin hjá Samfylkingunni í­ SV-kjördæmi, sérstakega Þórunn Sveinbjarnardóttir. Er ekki frá því­ að fjórða og fimmta sætið – sem þó eiga hverfandi möguleika á kjöri – séu meira áberandi en þessi þrjú.

* Róbert Marshall var allt í­ öllu í­ kringum prófkjörið á Suðurlandinu og tí­ður gestur í­ sjónvarpi. Hvar er hann núna?

* Allir aðrir 2.sætisframbjóðendur Framsóknar en Bjarni Harðarson og flettiskiltakóngurinn Samúel Örn.

Fleiri uppástungur? Hvern velja lesendur sem ósýnilegasta frambjóðandann? Svarið í­ athugasemdakerfið.

Megi Moggabloggið verða 8. þingmaður Suðurkjördæmis netheima.