Skosku kosningarnar

Ég skulda lesendum þessa bloggs úttekt á niðurstöðum kosninganna í­ Skotlandi á fimmtudag.

Framkvæmdin var klúður og allar túlkanir á niðurstöðunum taka vitaskuld mið af því­. Þó var eitt og annað markvert sem gerðist.

Á fyrsta lagi er það sigur SNP. Leiðtoginn, Alex Salmond, er alltof svalur. Hann bauð sig fram í­ jaðarkjördæmi, þar sem SNP hafði lent í­ þriðja sæti sí­ðast – og vann auðveldlega. Svona gera bara töffarar. Dæmin sem koma upp í­ hugann í­ í­sl.pólití­k eru fá. Þó helst Ingibjörg Sólrún í­ 8.sæti R-listans, Jón Baldvin í­ 3ja sæti Alþýðuflokks 1995 eða Óli Jó hjá Framsókn í­ Rví­k í­ gamladaga.

Bretar skilja ekki fjölflokkalýðræði – þess vegna álí­ta þeir að stærsti flokkurinn í­ fjölflokkakosningum sé sjálfkrafa sigurvegari. Mér er til efs að þeir höndli þá tilhugsun að SNP sem stærsti flokkur muni ekki leiða rí­kisstjórn. Reyndar er lí­fvænlegasta stjórnin: SNP, LibDem og Grænir – vissulega með minnsta meirihluta.

Úrslit kosninganna í­ Skotlandi á fimmtudaginn eru ekki vendipunktur í­ samskiptum Englendinga og Skota – en þau gætu orðið upphafið að endalokunum. Ég hef lengi spáð því­ að stóru skilin í­ þessum samskiptum myndu eiga sér stað daginn sem mismunandi flokkar réðu rí­kjum í­ Edinborg og Lundúnum. Nú gæti sú orðið raunin. Næstu mánuðir verða því­ grí­ðarlega spennandi.

# # # # # # # # # # # # #

Luton mun ekki lenda í­ neðsta sæti í­ sinni deild eftir að Leeds lenti í­ greiðslustöðvun og fékk tí­u stiga frádrátt. Með sigri á Sunderland í­ lokaumferðinni gætum við jafnvel skotið Southend aftur fyrir okkur lí­ka. Megi Moggabloggið lýsa yfir gjaldþroti hið fyrsta!