Hugleiðing um Þyrnirós

Er það ekki rétt skilið hjá mér að í­ ævintýrinu um Þyrnirós, leggi vonda nornin þau álög á kóngsdótturina fallegu að hún skuli sofa í­ heila öld…

…því­ næst sefur Þyrnirós í­ hundrað ár…

…og þá fyrst kemur hinn ungi konungsson og vekur hana með kossi? – Var þetta ekki nokkurn veginn svona?

Gæti þá einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna hinn ungi konungsson á að vera einhver hetja í­ sögunni? Er hann ekki bara söguleg nauðsyn?