Ég sé að einhverjir bloggarar eru að velta sér upp úr lista Mannlífs yfir bestu og verstu bloggara landsins (sem kallast á við aðalgrein næstnýjasta tölublaðs Mannlífs, sem var listi yfir verstu nauðgara og níðinga þjóðarinnar).
Ég lýsi frati á þennan lista. Það hefur komið skýrt fram á þessari síðu að ég er EKKI LENGUR bloggari, heldur er ég hátæknihugveitir og þetta er EKKI LENGUR bloggsíða heldur hátæknihugmyndaveita. Gott væri ef útgáfufélag Mannlífs gæti leiðrétt þennan misskilning og tekið nafn mitt út af listanum.
Sömuleiðis er ég alveg sammála þessari ábendingu Egils Helgasonar. Það er einfaldlega ÖMURLEGT að láta sjö Stalínista velja á svona lista. (Já sjö, ég tel Bolla Thoroddsen líka vera kommúnista – út af foreldrum hans.)
Mætti ég þá frekar biðja um vandaðar úttektir með tölfræðilega marktæku úrtaki álitsgjafa eins og Fréttablaðið gerði í vor. Á mínum huga er það EINI RÉTTI mælikvarðinn á hver sé góður bloggari og hver sé slæmur. Mér finnst að Þórarinn Þórarinsson skuldi Agli, Stebba Fr. og þjóðinni afsökunarbeiðni.
Ójá!