Þjóðviljinn

Tí­maritavefur Landsbókasafnsins er að skanna inn Þjóðviljann í­ kyrrþey – það er, nú eru komnir meira en tí­u árgangar inn á vefinn án þess að það sé nefnt á forsí­ðunni sem innskönnunarverkefni sem er í­ gangi. Tí­maritavefurinn er frábær, en það væri svo auðvelt að gera hann svo miklu, miklu betri – ekki hvað sí­st með því­ að setja inn örstuttar lýsingar á tí­maritunum og efni þeirra.

Þessa daganna er ég að lúslesa í­þróttasí­ður Þjóðviljans frá fimmta áratugnum. Frí­mann Helgason var langbesti í­þróttaskrí­bent landsins á þessum árum og því­ nauðsynlegt að kynna sér skif Þjóðviljans. En mikið djöfull er furðulegt að lesa allar þessar greinar um hvað sovéskir fótboltamenn séu að gera góða hluti…

# # # # # # # # # # # # #

Luton fékk á sig tvö mörk á lokamí­nútunum og tapaði á útivelli gegn Tranmere. Helví­tis, djöfull. Mér sýnist lí­til von til að fá neitt út úr þessu keppnistí­mabili annað en smábikarævintýri í­ besta falli…

# # # # # # # # # # # # #

Barnið hefur tekið ástfóstri við Nylon-sönghópinn. Nokkrum sinnum á dag fær hún að horfa á Nylon syngja „Ég er furðuverk“ og dansar og syngur með. Hún upplýsir reglulega að þær í­ nælon séu vinkonur hennar – eða jafnvel frænkur.

Vill til að hún heldur lí­ka upp á Mí­nus.

# # # # # # # # # # # # #

Sænska löggumyndin í­ Sjónvarpinu var ekki alveg að virka. Steinunn lét það fara í­ taugarnar á sér alla myndina að Wallander liti út eins og írni Finnsson. Plottið var ótrúlega þunnt á köflum.

Þá verður nú eitthvað annað að lesa Rebus – ef helv. Amazon skilar henni að lokum til landsins…