Fastir lesendur þessarar síðu hafa tekið vel í að koma á málsverð í Friðarhúsi. Tækifærið er annað kvöld:
Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 21. september. Að venju hefst borðhald kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.
Gestakokkur verður að þessu sinni Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi, ásamt Systu sem sér um grænmetisrétt.
Matseðillinn á þessari haustveislu verður annars sem hér segir:
* Lifur í lauk-og bláberjasósu ásamt kartöflumús og íslenskri grænmetisuppskeru
* Rótargrænmeti í hnetusósu
Málsverðurinn kostar sem fyrr litlar 1.500 krónur.
# # # # # # # # # # # # #
Rebus er kominn úr pósti. Las nokkrar blaðsíður fyrir svefninn og líst harlavel á.
Hefði þó betur lesið skemur – því á öðrum tímanum í nótt fékk barnið gubbupest. Og núna virðist eyrnabólgan vera að taka sig upp. TURK-182.