Dvergarnir sex

Þegar Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri kom það stundum fyrir að stuðningsmenn hennar (og raunar andstæðingar lí­ka) sæju ástæðu til að tala niður til hinna borgarfulltrúanna í­ Reykjaví­kurlistanum og létu í­ það skí­na að þar færi pólití­skt léttvigtarfólk sem gæti hvorki né vildi standa upp í­ hárinu á leiðtoganum. Vinsælt uppnefni var: Dvergarnir sjö.

Að lokum fór það nú samt svo að  almennu borgarfulltrúarnir settu borgarstjóranum stólinn fyrir dyrnar. Og það sem meira var – ekki varð vart við neinar breytingar hjá borginni við það að skipt væri um borgarstjóra.

En ef almennu borgarfulltrúarnir í­ R-listanum voru dvergarnir sjö – hvað má þá segja um dvergana sex, almennu borgarfulltrúana í­ Sjálfstæðisflokknum? Trúir því­ nokkur að þeir muni standa gegn Vilhjálmi Þórmundi?

Ætli „blómálfarnir sex“ sé ekki réttara viðurnefni?