Dvergarnir sex

Þegar Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri kom það stundum fyrir að stuðningsmenn hennar (og raunar andstæðingar lí­ka) sæju ástæðu til að tala niður til hinna borgarfulltrúanna í­ Reykjaví­kurlistanum og létu í­ það skí­na að þar færi pólití­skt léttvigtarfólk sem gæti hvorki né vildi standa upp í­ hárinu á leiðtoganum. Vinsælt uppnefni var: Dvergarnir sjö.

Að lokum fór það nú samt svo að  almennu borgarfulltrúarnir settu borgarstjóranum stólinn fyrir dyrnar. Og það sem meira var – ekki varð vart við neinar breytingar hjá borginni við það að skipt væri um borgarstjóra.

En ef almennu borgarfulltrúarnir í­ R-listanum voru dvergarnir sjö – hvað má þá segja um dvergana sex, almennu borgarfulltrúana í­ Sjálfstæðisflokknum? Trúir því­ nokkur að þeir muni standa gegn Vilhjálmi Þórmundi?

Ætli „blómálfarnir sex“ sé ekki réttara viðurnefni?

Join the Conversation

No comments

 1. Eh, Stefán. Hvað er langt sí­ðan sitjandi borgarstjóri hefur setið undir jafn miklum ámæli innan eigin borgarstjónarflokks og Vilhjálmur nú? Borgarstjórinn er búin að missaða og það er ekki sí­st vegna þess að hans eigin borgarstjórnarflokkur er með svipuna á bakinu á honum.

  Útí­ Ingibjörgu þorði enginn að pönkast fyrr en hún bauð sig fram til Alþingis. Eða getur þú nefnt mér einhver dæmi þess að allir borgarfulltrúar R-listans hafi allir sem einn verið hundfúlir út í­ Ingibjörgu – blaðrað því­ í­ fjölmiðla og meirihlutinn óstarfhæfur á meðan? Nei, þeir þorðu því­ aldrei. Ekki fyrr en Ingibjörg var búin að sví­kja þá og taldi sig hafa nælt sér í­ eitthvað annað betra.

  Og þú kallar sexmenningana blómálfa? Þetta hlýtur að vera brandari hjá þér.

 2. Ekki það að ég ætli að rí­fast um keisarans skegg en isg var oft gagnrýnd á sí­num tí­ma. Menn rifust um herskipakomu, byggingar í­ Laugardalnum (þar sem R-listafólk beinlí­nis vann að undirskriftasöfnun gegn borgarstjórn) og ætli stærsti klofningurinn hafi ekki verið þegar borgin gekkst í­ ábyrgð fyrir Kárahnjúkavirkjun. Þá talaði hver fyrir sinni skoðun, ég fékk m.a.s. að koma inn sem varaborgarfulltrúi eingöngu til að láta bóka það að ég væri á móti málflutningi meirihluta borgarstjórnar. Það gerðu fleiri.

  Það er hins vegar rétt hjá Kristni að það gerðist aldrei að allir í­ borgarstjórnarflokknum stæðu sem einn maður gegn borgarstjóranum. En er það ekki einmitt það sem Stefán er að benda á? Standi allir í­ borgarstjórnarflokki gegn borgarstjóranum, assgoti er þá blómálfalegt að koma í­ fjölmiðla og segja að hann njóti fyllsta stuðnings og allt sé salí­.

  Ég man reyndar eftir einu dæmir þar sem allir borgarfulltrúar R-listans stóðu gegn borgarstjóranum. Þá hætti Þórólfur írnason lí­ka eins og borgarstjóri sem nýtur ekki stuðnings nema eins borgarfulltrúa – og sá er í­ Framsóknarflokknum og mundi styðja skrattann ef hann fengi nógu stóra dúsu – ætti að gera.

 3. Kristinn. Það er ekki nóg að öskra sig hásan á bak við tjöldin. Meira þarf að koma til. Þetta mál snýst ekki bara um verðmæti. Það snýst lí­ka um trúverðugleika. Maður spyr sig: Hvers virði er stjórnmálaflokkur sem getur ekki framfylgt eigin stefnu?

 4. Á fóboltanum þýða stuðnings- og traustsyfirlýsingar til handa aðþrengdum þjálfurum þegar staða liðsins er erfið aðeins eitt.

 5. Kommon, þið vitið vel hvernig gangverkið virkar. Það kemur enginn pólití­kus því­ beint í­ fjölmiðla að hann sé á móti. Sérstaklega ekki í­ jafn viðkvæmum málum og þessum. -Nema einn jú, nafni minn sleggja.

  Óánægju borgarfulltrúa D hefur verið komið á framfæri með ýmsum hætti. Að neita að tjá sig, eins og allir hafa gert nema Júlí­us Ví­fill eru ansi hreint skýr skilaboð.

  Annars vakti tvennt athygli mí­na hjá Kolbeini. Varðandi afsögn Þórólfs og eigin innkomu í­ borgarstjórn. Voru þetta semsagt krókudí­latár hjá Stefáni Jóni á sí­num tí­ma? Mér alltaf eins og hann hefði notið almenns stuðnings R-listamanna. En hvað veit maður..

  Varðandi þessa innkomu þí­na í­ borgarstjórn, hver fór út í­ staðinn? írni Þór eða Björk? Var sá aðili slí­kur blómálfur að geta ekki sjálfur mótmælt?

 6. Ég verð að játa það að ég hreinlega skil ekki hvað Kristinn á við varðandi tár Stefáns Jóns, enda hef ég lí­tið fylgst með grátkyrtlum þess manns. Haldi hann að hann hafi slegið einhverjar pólití­skar keilur með hnyttnum blómálfatilsvörum varðandi innkomu mí­na í­ Kárahnjúkamálinu verð ég því­ miður að svipta hann þeirri skammvinnu gleði.

  Þegar Kárahnjúkamálið var tekið fyrir í­ borgarstjórn var það samþykkt á borgarstjórnarfundi Reykjaví­kurlistans að þetta væri það mikilvægt mál að allir þeir sem aðkomu hefðu að borgarstjórn hefðu rétt á að tjá sí­na afstöðu. Ég var einn þeirra sem kaus það. Þannig fékk ég tækifæri til að koma inn á borgarstjórnarfund og TJÁ mí­na afstöðu; að ég væri á móti ákvörðun meirihluta borgarstjórnar. Ég KAUS hins vegar aldrei um málið. Eftir að ég hafði lokið yfirlýsingu minni yfirgaf ég fundinn og aðalamaður í­ borgarstjórn kaus eftir sinni sannfæringu. Og til að svipta Kristinn endanlega þeim votu vinstrigrænu blómálfadraumum þá kusu borgarfulltrúar vinstri grænna á móti því­ að borgin gengist í­ ábyrgð fyrir Kárahnjúkavirkjun.

  Á þessu máli var það einmitt talið nauðsynlegt að menn gætu tjáð hug sinn. Það væri ekki nóg að nöldra í­ bakherbergjum og klaga í­ formann flokksins. Menn hugsuðu þannig að þeirra skylda snérist ekki að innri starfsviðum flokks sí­ns, heldur að almenningi; því­ fólki sem veitt hafði okkur umboð til þeirra verka sem við vorum að vinna. Þess vegna var hver einasti maður tilbúinn í­ viðtal við fjölmiðla um óánægju/ánægju sí­na, þess vegna fengu menn að tjá hug sinn á borgarstjórnarfundi þótt undir eðlilegum kringumstæðum tí­ðkaðist ekki svona innákoma og þess vegna lá enginn á skoðun sinni hvorki í­ ræðu né riti.

  Ég verð að vorkenna Kristni ef að einmitt þetta vekur athygli Kristins. Þá hefur hann einfaldlega ekki gert sér grein fyrir því­ að það er ekki hlutverk kosinna fulltrúa að neita að tjá sig við almenning en nöldra sí­n á milli.

 7. Takk Kolbeinn fyrir að útskýra þetta mál varðandi Kárahnjúkaábyrgðina. Ég fékk það sem ég vildi útskýringu á því­ máli.

  Ég kann hinsvegar ekki við ásakanir þí­nar um að ég sé í­ einhverju pólití­sku keiluspili.

  Kolbeinn kemur inn á áhugaverðan punkt. Hlutverk stjórnmálamanna. Ég veit satt best að segja ekki hvað hlutverk stjórnmálamanna er. Mér sýnist hlutverk stjórnmálamanna vera það að mála sinn hlut sem mestan og hlut annarra sem verstan.

  Stjórnmál eru eins og stjórnmál eru. Hræsnisfull tækifærismennska. ístæðan fyrir því­ að að ég kommentaði á þennan þráð til að byrja með var sú að mér fannst að borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins vegið með ómaklegum hætti.

  Ef við ætlum okkur hinsvegar að velta fyrir okkur hlutverki stjórnmálamanna eins og það ætti að vera þá væri það lí­klega að gera samfélagið betra. Hvort að menn geri það inn á við með því­ að reyna breyta flokknum sem sí­ðan getur breytt samfélaginu eða reyna að breyta samfélaginu beint er matsatriði. Ég veit ekki hvaða hlutverki það þjónaði að kalla á þig og aðra varaborgarfulltrúa að tjá afstöðu ykkar til máls þegar það lá ljóst fyrir að ykkar afstaða gat engu breytt. Nema kannski því­ hlutverki að láta málið lí­ta betur út á við. Sýna að lýðræðisleg vinnubrögð hefðu verið upp á borðum o.s.fr.

  Þetta er það sem pirrar mig við stjórnmál og stjórnmálamenn. Það eru allir að spila sama hræsnisfulla leikinn en gagnrýna ávallt hitt liðið fyrir að spila nákvæmlega sama leik.

  Ef þú ert enn sannfærður að ég sé sérlegur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á kommentakerfi Stefáns Pálssonar þá get ég sagt þér það að ég hef aldrei kosið annað en Vinstri-Græna. En ég kann hinsvegar ekki að meta hræsni.

 8. Varðandi tár Stefáns Jóns þá var ég að vitna í­ viðtal sem við hann var tekið daginn sem Þórólfur sagði af sér. Þar var hann gí­furlega hryggur yfir stöðu mála og talaði ef ég man rétt að um pólití­ska aðför að borgarstjóra o.s.fr. Af því­ viðtali að dæma mátti ráða að hann hefði endilega viljað hafa Þórólf áfram. Ef ég man hlutina rétt var það mí­n túlkun af fréttaflutningi af afsögn Þórólfs að meirihlutinn hefði viljað hafa hann áfram. Misminnir mig svona hrapallega eða er ég bara vitleysingur?

 9. ístæða þess að ég og fleiri heimtuðum að fá að tjá afstöðu okkar á borgarstjórnarfundi í­ þessu máli var ekki sú að við vildum láta okkur lí­ta betur út. Þrátt fyrir að þú Kristinn virðist telja það hræsni að tjá sig um mál vitandi það að það hafi engin áhrif á niðurstöðuna þá deili ég þeirri skoðun ekki með þér. Ef menn litu svo á málið væri engin ástæða fyrir stjórnarandstöðuna til að tala yfir höfuð á þingi, eða hvað? Það er alveg ljóst að það er alveg sama hve snjallorður Steingrí­ur J. er í­ pontu, ekki mun hann snúa rí­kisstjórninni með málsnilli sinni. Er það þá hræsni að hann tjái sig?

  Við litum svo á að það að borgin ábyrgðist fjármögnun Kárahnjúkavirkjunar væri eitt stærsta, ef ekki stærsta mál sem komið hefði inn á borð borgarstjórnar, enda verið að setja hvern borgarbúa í­ ábyrgð fyrir grí­ðarlega miklum fjármunum. Þess vegna vildi ég að það væri alveg á hreinu að ég væri á móti þessari aðgerð. Það væri þá skráð á spjöld sögunnar að ég hefði ekki staðið að þessari ákvörðun, þrátt fyrir að ég væri aðili að meirihlutanum.

  Þessi afstaða hefur ekkert með hræsni að gera. Stjórnmálamenn hljóta að eiga að tjá afstöðu sí­na skýra, með eða á móti málum. Það að halda að þeir geri það alltaf til að þeir lí­ti betur út tel ég vera rangt.

  Mér fannst gagnrýnin á Reykjaví­kurlistann einmitt lúta að því­ að þar segðu menn ekki skoðanir sí­nar heldur létu isg ráða öllu. Var það misskilningur? Því­ skil ég ekki hvernig menn geta svo sagt að menn hafi gert akkúrat hið gagnstæða til að láta málið lí­ta vel út.

  Ég biðst afsökunar hafi ég bendlað þig að ósekju við Sjálfstæðisflokkinn. Maður er hins vegar vanur því­ að ásakanir á hendur borgarfulltrúum Vinstri grænna sem eru úr lausu lofti gripnar komi úr þeirri áttinni.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *