Eitur

Kláraði áðan bókina um Svein framtí­ðarskáld, sem AB gaf út fyrir margt löngu og ég nældi mér í­ á VG-bókamarkaði í­ vor. Þetta er skemmtilega sérviskuleg bók, nánast eins og minningarþáttur skrifaður fyrir gamla vinahópinn eftir einn af félögunum. Óþægilega nákvæm á köflum.

Ég vissi ekkert um Svein framtí­ðarskáld – nema maður hafði jú lesið ljóðið Eitur. Það er flott kvæði. Önnur verk sýndust mér lakari.

Ég er sökker fyrir öllu því­ sem tengist lí­finu í­ Reykjaví­k 1910-1920. Það er uppáhaldstí­mabilið mitt í­ sögunni. Á góðum degi er ég til í­ að stækka árabilið örlí­tið, etv. frá 1905-1925.

Nú veit ég sáralí­tið um bókmenntir og ljóðlist, en það er eitthvað heillandi við þennan áráttukennda áhuga ungra manna á öðrum áratugnum á ljóðum og ljóðlist. Á sama tí­ma er auðvelt að láta heimshryggðarvolið í­ fullfrí­skum karlmönnum – sem helst létu sig dreyma um dýrðlegan dauða á einhverju berklahælinu – fara í­ taugarnar á sér.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag var loksins gengið í­ að mála litla skotið á ganginum sem til varð við framkvæmdirnar fyrir tveimur árum. Þar ætla ég að láta sérsmí­ða fyrir okkur bókahillur. Allt hillupláss er löngu sprungið.

# # # # # # # # # # # # #

Eftir rúma viku fær barnið rör í­ eyrun. Háls-, nef- og eyrnalæknirinn róaði okkur með því­ að þetta sé í­ raun smáaðgerð og að engin ástæða sé til að grí­pa til neinna séraðgerða eins og að láta stelpuna vera með sundhettu þegar farið er í­ laugina. Þetta er samt frekar stressandi.

# # # # # # # # # # # # # #

Um helgina var aðalfundur ÖBí. Steinunn var ekki lengur kjörgeng til framkvæmdastjórnar og var því­ ekki endurkjörin. Þótt hún muni halda áfram að vinna að ýmsum verkefnum fyrir bandalagið þýðir þetta samdrátt í­ félagsstörfum. Ætli það muni ekki vinnast upp með aukinni VG-vinnu á næstu mánuðum.