Fráfarandi borgarstjóri hélt áfram að sökkva sér í Kastljósi kvöldsins. Þar var deilt um hvort hann hefði náð að lesa og skilja sex síðna samning á ensku.
Frekar en að þræta fyrir að hafa náð að blaða í gegnum skjalið finnst mér að Vilhjálmur ætti að leggja fram ræðu sína frá vígslu friðarsúlunnar – til sönnunar þess að hann kann augljóslega ekki ensku og gat því aldrei áttað sig á innihaldi skjalsins…
# # # # # # # # # # # # #
Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun. Ég hef ekki séð annað eins tempó í leik í þessari deild – og sjaldan í deildinni fyrir ofan. Það var aldrei dautt augnablik í fyrri hálfleik og raunar ekki í þeim seinni heldur, fyrr en við drápum leikinn á 65. mín. með því að komast í 3:1.
Darren Currie var frábær í leiknum og markið hans alveg magnað. Furlong gamli skoraði mark og fiskaði víti. Drew Talbot hljóp allan tímann og átti þátt í tveimur mörkum. Afgreiðslan á fyrra vítinu hjá Spring var líka frábær.
4:1 heimasigur gegn Northampton er vel viðunandi. Nú er bara að fara að hala inn sigra á útivöllum og þá gæti alveg farið að rætast úr þessu tímabili, þótt ekki sé ég bjartsýnn.