Haag??? Nú nenni ég ekki að reikna út tímabelti – en í ljósi þess að Össur Skarphéðinsson var að blogga, reikna ég með að akkúratt núna sé klukkan hálf þrjú að nóttu í Indónesíu.
Þar skrifar ráðherrann: Það kemur í ljós á morgun, hvort REI, sem er með í för, hefur samningatækni til að standa í ístaðinu og halda sínu gagnvart keppinautum sextán þjóða – eða hvort iðaðaráðuneytið þarf að taka málin í sínar hendur.
Muuu!!! Nákvæmlega hvernig á að skilja þessi orð? Á besta falli er þetta bara gorgeir í ráðherra á erlendu hóteli með aðgang að nettengdri tölvu og míní-bar. Á versta falli meinar maðurinn þetta og hefur einhverjar hugmyndir um að íslenska iðnaðarráðuneytið geti „tekið málin í sínar hendur“ ef hópur íslenskra fjárfesta reynist ekki samkeppnisfær við erlenda kollega. Og nákvæmlega hvernig ætlar Össur Skarphéðinsson að „taka málin í sínar hendur“? Gaman væri að fá svar við því.
Þegar fokið var í flest skjól hjá fyrrverandi borgarstjóra voru félagar hans farnir að nota varnarræðuna: „Villi er ekki óheiðarlegur – bara vitlaus…“
Ætli kratarnir þurfi ekki bráðum að grípa til varnarræðunnar: „Össur er ekki svona vitlaus – þetta er bara sambland af þotuþreytu og restinni af tollinum…“