Gulu miðarnir

Ritskoðun er tí­skuumræðuefnið um þessar mundir. Það leiðir hugann að Kvikmyndaeftirliti rí­kisins, sem var og hét. Hvenær hætti kvikmyndaskoðunin? Fyrir fimm árum? Tí­u? Fimmtán? – Svona rennur þetta allt saman í­ kollinum á manni.

Ef ég man rétt voru miðarnir frá Kvikmyndaskoðun fjórir talsins. Sá hví­ti var leyfður öllum aldurshópum. Undir það féllu helst teiknimyndir, því­ – a.m.k. í­ minningunni – voru langflestar myndir með græna miðann, bannað innan tólf. Það þurfti ekki að segja neitt um viðkomandi mynd. Ætli krí­terí­an hafi ekki verið þannig að ef einhver dó í­ myndinni var græni miðinn kominn á loft.

Rauði miðinn þýddi að myndir væru bannaðar innan sextán – og langflestar myndir sem nokkur akkur þótti í­ að sjá fengu þann miða. Svo gengu flökkusagnir um myndir sem væru með sérstakar aukamerkingar – væru extra-mikið bannaðar, jafnvel innan átján. Þær áttu að hafa svartan miða, sem sumir sögðust hafa séð með eigin augum…

Guli miðinn var fágætastur. Gott ef það var ekki „bannað-innan-fjórtán“ miðinn. Það þýddi að í­ slí­kum myndum dóu kannski einhverjir, en lí­kið var ekki sýnt og það voru heldur ekki kvenmannsbrjóst.

Guli flokkurinn var eiginlega alveg glataður… ætli kvikmyndadreifingaraðilar hafi getað áfrýjað ef myndirnar þeirra lentu í­ gulu deildinni?