Um daginn úrskurðaði siðanefnd blaðamannafélagsins að Helgi Seljan hefði verið brotlegur við siðareglurnar í umfjöllun sinni um Jónínu Bjartmarz og ríkisborgararéttarmálið. Á dag úrskurðaði sama siðanefnd í máli fréttastofu Sjónvarps vegna umfjöllunar um að mótmælendur frá Saving Iceland væru á launum – hún þótti í góðu lagi.
Það er augljóst í hverju mistök Helga liggja. Hann álpaðist til að rekja heimildir sínar. Ef hann hefði bara haft vit á að segjast hafa þetta allt eftir ónafngreindum heimildarmanni hefði hann væntanlega fengið rúsínupoka með hnetum…