Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar komu um daginn. Þar voru teikningar og kort af fyrirhuguðum gatnamótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar.
Nú er vitað að vegagerðarmönnum þykir bara eitt skemmtilegra en að gera mislæg gatnamót – það er að gera hringtorg. Þessi gatnamót hljóta því að nálgast fullkomnun í huga vegagerðarverkfræðinga – því þarna er hringtorg sem liggur ofaná mislægum gatnamótum!
Á blaðinu þar á undan mátti hins vegar sjá teikninguna af nýja vegastæðinu í botni Hrútafjarðar, sem mun ryðja Brúarskála úr vegi og tengja Strandasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu betur saman. Það er flott framkvæmd.
Sakna þess hins vegar að sjá ekkert skrifað um undirbúning Norðfjarðarganga. Trúi ekki öðru en G. Pétur kippi því í liðinn fyrir mig.
# # # # # # # # # # # # #
Jafntefli heima gegn Carlisle í ömurlegum leik. Enginn getur skorað þegar Furlong er ekki með. Þetta er vont mót. Eins gott að við vinnum Brentford á laugardaginn…
# # # # # # # # # # # # #
Sé að verið er að tilnefna Gettu betur sem skemmtiþátt ársins í Edduverðlaununum. Ég finn til höfnunartilfinningar – ekki var ég tilnefndur á sínum tíma…
Annars er hálfkjánalegt eitthvað að stökkva til og veita verðlaun sjónvarpsefni sem hefur verið í kassanum í meira en tvo áratugi og ætíð tekið hægum breytingum.