Muu… nú er ég ekki að skilja.
REI/GGE voru víst með hæsta tilboðið í orkuveituna á Filippseyjum, eins og rakið hefur verið í öllum fjölmiðlum… í íslenskum fjölmiðlum það er.
Aðrir fjölmiðlar sem segja frá kauptilboðinu nefna fyrirtækin hins vegar ekki á nafn – heldur ræða um e-ð Spalmare Holdings, frá Hollandi.
REI/GGE er sagt vera hluti af samsteypu sem heitir Red Vulcan. En hvað segja erlendir vefmiðlar um Red Vulcan:
Red Vulcan Holdings Corp.  the consortium of Lopez-led First Gen Corporation and Icelandic group Spalmare Holding and Prime Terracota Holdings Corp. submitted a P58.5 billion bid, besting three other groups that which made it to the final round of the bidding. (jæja, hér er Spalmare Holding sagt íslenskt…)
Og – Leading the cast is Red Vulcan Holdings Corp. of First Gen Corp. of the Lopez group, which tied up with Spalmare Holdings B.V. of the Netherlands and local firm Prime Terracota Holdings Corp. First Gen is a familiar sight in almost all the major assets being bid out by Power Sector Assets and Liabilities Management Corp., the agency in charge of privatizing the generating units of state-run National Power Corp. – Hér er Spalmare orðið hollenskt, sem rímar við…
Útskýringu takk! Eru íslensku fyrirtækin að kaupa í gegnum hollenska kennitölu – eða hvað er eiginlega málið?
Eru Íslendingar ekki jafn frægir og eftirsóttir í Asíu og Össur vildi vera láta?