Breytt útlit

Það er kominn vetur – og undirritaður því­ farinn að safna skeggi. Er að farast úr kláða og lí­t út eins og uhyret fra Tasmanien.

Sí­ðan hefur lí­ka fengið breytt útlit. Þetta eru þó ekki byltingarkenndar breytingar. Liturinn í­ hausnum er orðinn dekkri – og það er komin lærð ví­sun í­ undirtitil.

Var hálft í­ hvoru að spá í­ að fara í­ drastí­skari útlistbreytingar – og reyna að ná aftur andanum frá því­ að ég var á blogspot-inu í­ gamla daga og var með ví­nrauða og bleika útlitið. Það var mjög svalur bakgrunnur.

Kannski næst…

# # # # # # # # # # # # #

Það er kominn aukalegur hvati til að vinna Nottingham Forest í­ bikarnum eftir rúma viku. Sigurliðið tekur á móti Liverpool í­ 3ju umferð enska bikarsins – í­ leik sem allar lí­kur eru á að kæmist í­ sjónvarp.

Stóra málið er samt að taka stig gegn Oldham næst – og það helst þrjú stig.

# # # # # # # # # # # # #

Gleymdi að segja frá því­ um daginn, en feng-shuið í­ teiknimyndabókaskápnum fokkaðist upp um daginn. Ég átti 254 bækur, sem búið var að færa rök fyrir að væri hin fullkomna tala. ílpaðist hins vegar til að kaupa ístrí­k og falsspámanninn, rifið eintak af Tuttugustu riddaraliðssveitinni, Viggóbók nr. 6 og „Háskaþrennuna“, sem er drasl-stæling af Charlie´s Angels.

Ég gæti mögulega grisjað um fjögur eintök á móti þessu með því­ að losa mig við nokkur tví­tök á móti – enda augljóslega æskilegt að hafa feng-shui í­ teiknimyndasöguskápnum.

# # # # # # # # # # # # #

Barnið lét okkur slökkva á Pú og Pa, þegar einhver skuggaleg persóna birtist á skjánum. Er hægt að vera með meira músarhjarta?

# # # # # # # # # # # # #

Hið ömurlega slys í­ Keflaví­k hefur leitað á huga manns um helgina. Á sí­ðasta foreldrafundi í­ Sólhlí­ð, leikskóla Ólí­nu kom fram að í­ lok dags er stí­f og hröð gegnumstreymisumferð um götuna fyrir framan leikskólann. Þegar umferðarteppurnar byrja að myndast á Miklubrautinni, stytta alltaf einhverjir sér leið í­ gegnum Hlí­ðahverfið, m.a. Enginhlí­ðina og eru þá orðnir pirraðir og draga því­ ekki úr hraðanum. Þetta skapar stórhættu á sama tí­ma og foreldrar eru að sækja krakkana á leikskólann sí­ðdegis. Ef þau missa takið á grí­sunum í­ augnablik eru þau hlaupin út á götu og þar koma bí­lar á alltof mikilli ferð í­ skammdeginu.
íbúarnir í­ hverfinu, stjórnendur leikskólans og foreldrarnir eru búin að kvarta undan þessu nokkrum sinnum og heimta hraðahindranir og mögulega aðrar ráðstafanir. Það hefur aldrei neinu skilað.

Það á ekki að þurfa slys til að svona hlutum sé kippt í­ liðinn. Hraðahindrun í­ Engihlí­ðina strax!

(Ætti ég kannski að gera þetta að hinu nýja slagorði sí­ðunnar – eins og Moggabloggsbölbænirnar voru áður? Það virkaði amk. helv. vel…)