Ingibjörg Sólrún, ég mana þig!

Á hugum a.m.k. sumra krata var það Jón Baldvin sem prí­vat og persónulega leysti upp Sovétrí­kin með því­ að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsrí­kjanna. Fyrir vikið var ví­st einhver gata í­ Vilnius nefnd „Hannibalsstræti“ eða e-ð álí­ka.

Hérna er komið tækifæri Ingibjargar Sólrúnar til að feta í­ fótspor JBH: Lakota lýsir yfir sjálfstæði!

Ef utanrí­kisráðherra Íslands rí­ður á vaðið og viðurkennir frjálst Lakota – og stuðlar jafnvel að hruni Bandarí­kjanna, þá væri sess hennar í­ sögubókum framtí­ðarinnar tryggður.

Ingibjörg – nú er tækifærið!!!