Ég veit ekki hvort hugtakið bögg hefur verið skilgreint með nægilega afgerandi hætti. Hér eru tvær uppástungur:
i) Bögg er þegar maður labbar út af vinnustaðnum sínum til að sækja barnið á leikskóla, en sér að það er sprungið á bílnum, fer í skottið og uppgötvar að hólfið með varadekkinu er fullt af vatni/klaka og ALLT í því er: blautt, kalt, skítugt… Eftir að tekst að losa varadekkið þarf að mylja klakann af með hamri. Tjakkurinn hefur orðið fyrir vatnsskemmdum og sveifin er týnd. Meðan á þessu stendur hlustar maður á Ísland taka fyrir Þjóðverjum í útvarpinu.
ii) Bögg er þegar fótboltaliðið manns í enska boltanum vinnur upp tvö mörk á útivelli, til þess eins að sjá stöðuna breytast úr 2:3 í 4:3 á 88. og 90. mínútu.
– Svo tapast báðir leikirnir í þriðjudagsboltanum í KR-heimilinu…