Jason Jones

Á gær var leikin í­ „The Daily Show““ með Jon Stewart viðtalsbútur sem sjónvarpsmaðurinn Jason Jones tók við mig fyrir margt löngu. Þetta myndband hefur gengið manna á milli í­ dag, svo ég nenni ekki að tengja á það.

Ég var reyndar nánast búinn að gleyma þessu viðtali – og átti satt að segja allt eins von á að innslagið yrði fellt niður vegna verkfalls textahöfunda í­ BNA.

Þegar fyrst var haft samband við mig frá The Daily Show, vissi ég alveg hvað klukkan sló. Viðmælandi minni útskýrði að þetta væri „óvenjulegur fréttaskýringarþáttur“ og að stundum brygðust viðmælendur illa við. Ég svaraði því­ til að maður þyrfti ekki að hafa séð mörg myndbrot til að skilja út á hvað þátturinn gengi.

Mér fannst mikið til koma hversu mikill undirbúningur liggur að baki svona stuttu innslagi. íður en ákvörðunin var tekin um að hafa mig meðal viðmælenda lenti ég í­ tveimur klukkutí­malöngum sí­mtölum frá Bandarí­kjunum þar sem pródúsent og aðstoðar-pródúsent frá kvikmyndaverinu þráspurðu mig út í­ Samtök hernaðarandstæðinga, afstöðu mí­na til íraksstrí­ðsins og viðhorf mitt til Bandarí­kjanna almennt. Það var fyrst tveimur dögum eftir þessar nákvæmu yfirheyrslur að mér var tilkynnt að ég hefði verið samþykktur sem viðmælandi.

Jason Jones mætti í­ Friðarhús til að ræða við mig – augljóslega fárveikur. Hann var með flensu og lí­klega hita, sem fór ekki vel oní­ þotuþreytu og tí­mamismun. Kortéri fyrir upptöku hélt ég að ekkert yrði úr tökum – að hann væri einfaldlega of slappur. En um leið og ýtt var á upptökuhnappinn hrökk hann í­ karakter og afgreiddi viðtalið – sem tók rúmar fjörutí­u mí­nútur – eins og herforingi.

Var þetta eiginlegt viðtal – eða var þetta sviðsett atriði eftir handriti? Tja – ég myndi kalla þetta viðtal. Strax í­ upphafi var mér sagt að spurningarnar kynnu að virðast skringilegar – en að mitt hlutverk væri EKKI að reyna að vera fyndinn og sniðugur heldur svara samviskusamlega. Þeir myndu sjá um gamanmálin.

Öðru hvoru spurðu dagskrárgerðarmennirnir mig hvort ég vildi gera hitt eða þetta. Ég játti sumu en neitaði öðru. T.d. féllst ég á að þykjast draga fram „fyrir hreina tilviljun“ ljósmynd af Herdí­si hermanni. Jafnframt þurfti ég að setja mig í­ vissar leikarastellingar, þar sem einungis ein myndavél var á staðnum og því­ þurfti að mynda viðtalið tvisvar: það er – fyrst var ég myndaður og því­ næst endurtók Jason Jones allar spurningarnar sí­nar en ég horfði á hann og kinkaði kolli eins og ég væri að heyra allt í­ fyrsta sinn.

Á heildina tekið var viðtalið – þrátt fyrir skrí­palætin – vitrænna en flest þau viðtöl sem ég hef lent í­ um alþjóðamál í­ í­slenskum fjölmiðlum.