Verðlaunatillagan um byggð í Vatnsmýrinni er ekki ósnotur, amk. á pappírnum. Ekki átta ég mig þó á því hvernig þessi heljarstóra tjörn í nýja hverfinu er hugsuð ef búið verður að ræsa fram allt mýrlendið. Nú er ég ekki líffræðingur – en ef svona tjörn á ekki bara að vera lífvana pollur hlýtur að þurfa allnokkurt landsvæði til að láta henni til ferskvatn og skapa uppvaxtarskilyrði fyrir smádýralíf? Eða hvað?
Er ekki rétt skilið hjá mér að Tjörnin hljóti að verða saltari með aukinni framræslu og betri holræsakerfum? Á kannski að bæta úr þessu öllu með Gvendarbrunnavatni?