Luton komst í sjónvarpsfréttirnar í kvöld. Ekki vegna afreka á knattspyrnusviðinu – enda fer lítið fyrir slíku – heldur vegna þess hversi mikið væri um þvinguð hjónabönd í borginni. (Reyndar er Luton skilgreind sem bær en ekki borg.)
Auðvitað er það hörmulegt þegar ungt fólk er pínt í ástlaus hjónabönd af fjölskyldu sinni, til að uppfylla einhverjar siðvenjur og gamlar hugmyndir um heiður fjölskyldunnar.
Auðvitað ættu Bretar að hrinda af stokkunum átaki gegn þessari óáran. Ég geri það að tillögu minni að Karl Bretaprins verði gerður að verndara þess.
# # # # # # # # # # # # #
Og talandi um Luton. Það stefnir í að met félagsins um flesta leiki í röð án sigurs verði slegið innan tíðar. Við skoruðum síðast meira en eitt mark í leik 27.október! TURK-182