Of seint

Luton vann sinn fyrsta leik á almanaksárinu, 3:0 gegn Oldham.

Sigurinn kemur samt alltof seint. Liðið er í­ raun fallið og allir stuðningsmennirnir búnir að venja sig við tilhugsunina um fótbolta í­ neðstu deild að ári.

Keith Keane er nýja hetjan. Spurning um að kaupa sér treyju með númerinu hans? Annað eins hefur maður jú gert.

# # # # # # # # # # # # #

Tender Pray er diskurinn oná geislanum. Það er Nick Cave-þema í­ gangi.

# # # # # # # # # # # # #

Flottar aðgerðir í­ bænum í­ dag. Ræðurnar voru mjög góðar og stemningin mjög góð hjá fundargestum. Það eru mörg ár frá því­ að ég tók sí­ðast jafnlí­tinn þátt í­ að undirbúa aðgerð hjá SHA. Félagar mí­nir í­ stjórninni sáu um megnið af vinnunni við skipulagninguna og framkvæmdina. Óneitanlega er það dálí­tið skrí­tið að fylgjast með málum svona af hliðarlí­nunni.

# # # # # # # # # # # # #

Markmið helgarinnar er að klára að taka niður jólaskrautið. Er það metnaðarlaust þegar komið er fram í­ miðjan mars?