Sendiráðið

Sú vaska baráttukona Birgitta Jónsdóttir hvetur fólk til að mæta á mótmælastöðu við kí­nverska sendiráðið kl. 17 í­ dag.

Aðgerðin er ekki auglýst í­ nafni neins tiltekins hóps eða samtaka – enda höfum við Íslendingar mér vitanlega aldrei átt okkar eigin „frelsum Tí­bet“-hreyfingu.

Annars er einhver peningastofnunin um þessar mundir með auglýsingar fyrir lí­ftreyggingar – þar sem taldir eru upp allir þeir hlutir sem fólk verður að gera fyrir fertugt. Þar á meðal er tekið fram að allir verði að prófa að berjast fyrir vonlausum málstað – og sýnd mynd af hópi fólks undirbúa mótmæli gegn hernámi Tí­bets…

Kannski auglýsingastofan eigi ennþá stóra fánann sem þar var notaður?