Buchanan

Um daginn kom ég að því­ að senda ljósmynd af James B. Ferguson, föður knattspyrnuí­þróttarinnar á Íslandi, til skyldmenna hans í­ Skotlandi.  Þau eru himinlifandi, enda kemur í­ ljós að James frændi er einn af „týndu“ ættingjunum – famelí­an veit sáralí­tið um sögu hans eða afdrif eftir að hann kom frá Íslandi. Þau lofa þó að senda mér upplýsingar um leið og þeim tekst að grafa eitthvað upp.

Það kom fjölskyldunni reyndar talsvert á óvart að sjá að hr. Ferguson titlaði sig James B. Ferguson hér á Íslandi. B.-ið telja þau að sé dregið af ættarnafni ömmu hans – Mary Buchanan, fædd 1802 og dáin 1855 (allnokkru áður en James litli fæddist.)

Sé þessi tilgáta ættingjanna rétt er a.m.k. örlí­til gáta í­ í­slenskri knattspyrnusögu ráðin – fyrir hvað stóð B-ið í­ nafni James B. Fergusons?  – James Buchanan Ferguson.