Brendan O´Neill, ritstjóri Spiked, er skarpur þjóðfélagsrýnir – eins og margoft hefur komið fram á þessari síðu. Á stuttu máli gengur ritstjórnarstefna Spiked út á tvennt: að berjast fyrir óskertu tjáningarfrelsi og andæfa bulli og klisjum.
Nú, þegar annar hver pistlahöfundur skrifar um Ólympíuleikana og vondu Kínverjanna, er nálgun O´Neills nokkuð óvenjuleg. Hann bendir nefnilega á að persónunjósnirnar og lögregluríkið í kringum ÓL 2008 sé einungis rökrétt framhald af því sem við höfum horft uppá í tengslum við leikanna á liðnum árum.
Fyrir þremur og hálfu ári skrifaði Brendan O´Neill þessa grein um Ólympíuleikana í Aþenu 2004. Þar rakti hann hvernig umsvif öryggisgæslunnar væru komin út fyrir allan þjófabálk: öryggismyndavélar, leynilegir hljóðnemar, kerfisbundnar hleranir og lestur á tölvusamskiptum – allt var þetta hluti af leikunum fyrir fjórum árum. Munurinn var hins vegar sá að þá þótti þetta frábært! Á nafni „stríðsins gegn hryðjuverkum“ var það talið til hreinnar fyrirmyndar hversu öflugu lögregluríki Grikkjunum tókst að koma sér upp. Einstaka menn, eins og besserwisserarnir á Spiked ömuðust við þessu – fjölmiðlar og mannréttindasamtök þögðu þunnu hljóði.
O´Neill bendir á það í góðri grein, að það sé jafnmikilvægt að berjast gegn eftirlitsþjóðfélaginu á Vesturlöndum og í austurvegi – og að það geti hreinlega verið skaðlegt fyrir frelsi okkar hér í Vestur-Evrópu ef við leyfum ráðamönnum að komast upp með að berja sér á brjóst gagnvart Kínverjunum og þykjast vera sérstakir talsmenn tjáningarfrelsins:
 The message of this disturbing double standard – where Greece was assisted by Western elements in its Olympian authoritarianism while China is condemned by Western elements for its Olympian authoritarianism – seems clear: it is okay for ‘us’ to sacrifice liberty in the name of security, but not ‘them’. Our denigration of rights is somehow more acceptable – more legitimate, well-meaning, ‘evidence-based’ perhaps – than theirs. Inexorably, unwittingly, the judgement of China by an entirely different standard to Western countries is rehabilitating the old, foul idea that Easterners are in some way more naturally wicked and malicious than we Westerners: a ‘cruel race’, as Bridget Jones’ mum referred to them.
Lesið þessa grein.