Mér finnst í sjálfu sér ekkert skrítið að bensínlítrinn slagi upp í 200 kall.
Bensín er unnið úr olíu sem er dælt upp úr jörðinni með ærnum tilkostnaði – 0ft á pólitískt viðkvæmum stöðum – flutt um langan veg og að lokum skattlagt hraustlega til að standa undir dýrum samgöngumannvirkjum. Með þetta í huga er svo sem ekkert undarlegt að potturinn kosti tæpar 180 krónur.
Það sem ég skil hins vegar ekki er verðið á rakvélablöðum!!!
Ætli bandaríska ríkið eigi varabirgðir af rakvélablöðum – s.s. 100 milljón stykki í einhverjum neðanjarðarbyrgjum í Suðurríkjunum? Ef svo er vona ég að Obama selji hluta lagersins til að kýla niður heimsmarkaðsverðið.