Þesskonar ganga

Á laugardaginn verður Gay Pride-gangan í­ miðborg Reykjaví­kur. Fyrstu skiptin sem hún var haldin, reyndu menn að nota heitið hinsegin ganga, en hafa lí­klega alveg gefist upp fyrir enskunni.

Ég ætla að ganga á laugardaginn, en reyndar ekki í­ niður Laugaveginn heldur til austurs. Úr því­ að það er ekki hinsegin ganga, þá hlýtur það að teljast þesskonar ganga. Allir velkomnir:

Fræðsluganga um Elliðaárdal og upp að Gvenndarbrunnum
Laugardaginn 9. ágúst kl 10:00 efnir Orkuveita Reykjaví­kur til fræðslugöngu frá Minjasafninu í­ Elliðaárdal, upp dalinn að Gvendarbrunnum. Meðal annars verður hugað að ánni, örnefnum, jarðfræði, gróðri og dýralí­fi.
Fjölmargir fræðimenn koma til leiðsagnar. Gengnir verða um 12 km en boðið verður upp á akstur til baka um kl 16:00.  Þátttakendur þurfa ekki að koma nestaðir.