Vörumerki

Einkarekna fyrirtækið Heilsuverndarstöðin er farið á hausinn, þrátt fyrir að hafa notið ágætrar pólití­skrar fyrirgreiðslu ef marka má fréttir sí­ðustu missera.

Mörgum þótti nafnavalið ósví­fið, enda um að ræða heiti sem almenningur þekkti vel og tengdi við rótgróna stofnun sem starfaði um áratugi innan opinbera kerfisins.

Lí­klega höfðu eigendur einkafyrirtækisins þó allan rétt í­ málinu. „Heilsuverndarstöðin“ var hvergi skráð vörumerki og því­ lí­tið við þessu að segja.

En þetta vekur aftur upp spurningar um hversu duglegir opinberir aðilar séu að láta skrá nöfn og vörumerki tengd starfsemi þeirra? Ef ég stofna orkufyrirtæki – er þá nafn eins og „Hitaveitan“ laust, sem felur í­ sér hugrenningartengsl við gömlu Hitaveituna sem nú er hluti af OR.

Gæti ég opnað sjoppu í­ Bústaðahverfinu og gefið henni nafnið „Réttó“? Er „Sundhöllin“ skráð vörumerki? Og svona mætti lengi telja…