Hér er verðugt rannsóknarefni fyrir atvinnulausan viðskiptafræðing: reikna út hversu háum fjárhæðum klósettsteina- og salernishreinsamarkaðurinn á Íslandi veltir á einu ári. Miðað við fjölda salerna í landinu, mögulegt hlutfall fólks sem kaupir ilmstein í klósettið sitt og endingartíma slíkra steina… getur þá verið nokkur glóra í því að fimmta hver auglýsing í sjónvarpi (eða því sem næst) sé að kynna þessar vörur?
Hversu brjálæðisleg má álagningin vera til að standa undir þessu auglýsingafargani?
Eða – sem er líklegra – hlýtur klósettsteinabransinn ekki bara að vera einhverskonar peningaþvætti? Munu þessar auglýsingar hætta um leið og kókaínmarkaðurinn þurrkast upp í kreppunni? Það ætti ekki að koma á óvart.
# # # # # # # # # # # # #
Hér er áhugaverð grein í írsku dagblaði um Luton Town.