Fokk! Einhverra hluta vegna hefur Minjasafn Orkuveitunnar komist á netfangalista þýskra hvalavina sem telja vænlegt að setja þrýsting á safnið og forstöðumann þess, til að koma því til skila að á meðan við stundum vísindaveiðar á hvölum – þá muni viðkomandi Þjóðverji ekki kaupa íslenskt meir!
Ef litið er yfir netfangalistann kemur í ljós að þar er einkum að finna íslensk söfn og stöku ferðamannafyrirtæki auk einstaklinga. Kannski ekki markvissasta samsetningin…
Nú þegar hef ég fengið 20-30 svona skeyti og er orðinn nokkuð hvekktur.
Eitt get ég þó huggað mig við. Á löngu og ítarlegu skeytinu, sem Þjóðverjarnir kópera hver eftir öðrum (meira að segja með sömu innsláttarvillunum) kemur meðal annars þetta fram: „Until Iceland stops the whaling, I’ll place no more money with an Icelandic bank.“
…það var þá kannski til einhvers barist?