Net-mogginn og fleiri miðlar vekja athygli á því að leiðarinn á dv.is sé ekki sá sami og birtist í prentútgáfu blaðsins í morgun.
Svo virðist vera sem netútgáfunni hafi líka verið breytt!
Á morgun kóperaði ég þessa klausu af dv.is:
Dæmi um óstaðfestar ávirðingar er að „stórir aðilar“ hafi hótað DV vegna fréttar um Sigurjón bankastjóra. Sú umræða byggist á sögusögnum og á ekkert erindi í opinbera umræðu. ísakanir um þetta, sem Jón Bjarki birti á vefritinu Nei, gátu ekki verið birtar í DV því þær eru óstaðfestur söguburður úr einkasamtölum en ekki sannleikur. ístæðan fyrir því að birta þær ekki var að eðlileg blaðamennska er viðhöfð á DV.
Núna er klausan á þessa leið:
Dæmi um óstaðfestar ávirðingar er að „stórir aðilar“ hafi hótað DV vegna fréttar um Sigurjón bankastjóra. ísakanir um þetta, sem Jón Bjarki birti á vefritinu Nei, gátu ekki verið birtar í DV því þær eru óstaðfest frásögn úr einkasamtölum en ekki sannleikur. ístæðan fyrir því að birta þær ekki var að eðlileg blaðamennska er viðhöfð á DV.
Frá því í morgun hefur Jón Trausti greinilega fengið bakþanka og ákveðið að breyta leiðaranum sínum enn á ný, núna með því að fella út setninguna: Sú umræða byggist á sögusögnum og á ekkert erindi í opinbera umræðu.
Gaman að svona lifandi miðlum, þar sem greinarnar þroskast og taka breytingum eftir því sem líður á daginn…