Bókaklúbbur deyr

Fyrir ári sí­ðan gáfum við Ólí­nu í­ jólagjöf áskrift að barnabókaklúbbi Eddu. ískrifendur fá senda bók á mánaðarfresti, yfirleitt glænýja.

Fyrstu mánuðina vorum við hæstánægð. Þarna komu tvær Barbapabbabækur, ný í­slensk saga um Lubba lunda o.s.frv. Ætli það hafi verið nema ein bók fyrstu 5-6 mánuðina sem okkur þótti lí­tið varið í­.

Skyndilega breyttist þetta. Á fimm mánaða tí­mabili fengum við fjórar bækur sem ekki náðu máli. Tvær bækur um Rasmus klump (sem er ennþá skrifaður á sama hrognamálinu og í­ gamla daga) og tvær flettispjaldabækur um Snillingana (Little Einstein’s frá Disney). Á ljós kom að Edda hafði sameinað barnabókaklúbbinn sinn og Disney-klúbbinn.

Um daginn sögðum við upp áskriftinni. Nóg safnast fyrir að drasli heima hjá manni þó að þetta bætist ekki við. Á staðinn ætlum við að reyna að halda okkur við að fara í­ bókabúð mánaðarlega og kaupa í­ hvert skipti almennilega barnabók. Af nógu slí­ku er að taka.

En passið ykkur á Eddu-klúbbnum.