Vonarstræti

Kláraði Vonarstræti eftir félaga írmann. Skemmti mér vel við lesturinn. Bókin er sneisafull af fróðleik, án þess þó að það bitni á sjálfri sögunni. Fyrir áhugamenn um stjórnmál heimastjórnartí­mans er hún skyldulesning.

Af skepnuskap mí­num reyndi ég auðvitað að finna einhverja sögulega ónákvæmni eða litla staðreyndavillu í­ bókinni (svona eins og sagnfræðingar gera alltaf til að geta hí­að á bókmenntafræðingana). Það tókst ekki. Helst að hægt væri að benda á að í­ bókinni er látið að því­ liggja að götuheitið Vonarstræti hafi verið hálfgerð nýlunda á sögutí­manum (árið 1908), en það var þá orðið löngu fast í­ sessi.

Annars hafði ég ekki hvað minnst gaman af samtí­maskí­rskotununum í­ textanum. Uppáhaldið mitt er á sí­ðu 94-5, þar sem nýbúið er að fjalla um hversu slyngur peningamaður Skúli Thoroddsen hafi verið í­ viðskiptum og auðgast vel – raunar hafi hann verið afbragðs kapí­talisti. Svo segir:

„Það er ein af furðum í­slenskra stjórnmála að Hannes Hafstein verður sí­ðar átrúnaðargoð í­slenskra viðskiptajöfra, maður sem vann alla ævi hjá hinu opinbera og var svo ósýnt um fjármál að rí­kið þurfti að taka yfir stórhýsi hans og gera að opinberum ráðherrabústað. Maður sem kunni að eyða peningum en ekki að afla þeirra.

Fátt var Hannesi um megn. Nema það eitt að auðgast.“

Mæli með þessari!