Nú eru uppi vangaveltur um hvort ríkisstjórnin sem senn tekur við eigi eða eigi ekki að afturkalla hvalveiðikvótann sem Einar K. Guðfinnsson gaf út á lokaklukkustundum sínum í embætti.
Þetta eru þarflausar vangaveltur.
Legg frekar til að gefin verði út viðbótarreglugerð – þess efnis að hvalveiðimönnum verði sem fyrr heimilað að drepa 150 dýr… enda verði þeim slátrað í löggiltu sláturhúsi undir eftirliti dýralæknis og/eða heilbrigðisfulltrúa.
Vandinn leystur!