Helgarverkin

Sunnudagsmogginn birti greinina mína um Skotann James McCrae sem gerði Framara tvisvar að Íslandsmeisturum og þjálfaði Egypta á Ólympíuleikum og HM í fótbolta. Ég þurfti að stytta greinina frá upphaflegri gerð hennar. Það sem klippt var í burtu voru einkum fróðleiksmolar um egypskt íþrótta- og knattspyrnulíf, t.d. að Egyptar vildu halda Ólympíuleika í Alexandríu á fjórða áratugnum.

Kannski blogga ég um málið síðar.

# # # # # # # # # # # # #

Mánudagurinn fór í byggingarvinnu. Unnið er að því að skipta um hluta af gluggunum í Friðarhúsi. Nýju rúðurnar eru verkfræðiundur – sérstyrktar og með sólarvörn. Jafnframt sýnist okkur að þær hljóðeinangri miklu betur en glerin sem fyrir voru.