Nýtni

Foreldrar mínir vita að það er ljótur ávani að henda hlutum sem eru í fínu lagi, þótt ekki séu not fyrir þá akkúrat í augnablikinu.

Í kvöld létu þau okkur fá bleyjupakka ofan úr skáp, til að við gætum notað á Böðvar. Þau töldu það vel af sér vikið að hafa geymt pakkann frá því að Ólína notaði bleyjur.

Lausleg athugun á pakkanum leiddi í ljós verðmiða. Bleyjurnar höfðu verið keyptar fyrir 511 krónur í Vörumarkaðnum.

Það hefur líklega verið um áramótin 1980-81, þegar Þóra systir var í þessari bleyjustærð…