Villifé

Á færeyska þjóðminjasafninu gefur að líta marga merkilega gripi. Þar á meðal uppstoppað sauðfé.

Þar er um að ræða ævagamalt kindakyn sem lifði villt á eyjunum frá því að fyrsta fólkið settist þar að (væntanlega allnokkru fyrir landnám norrænna manna). Þessar sérkennilegu skepnur lifðu lengst á Suðurey og mögulega e-m smáeyjum, en á nítjándu öld var þeim útrýmt og síðustu dýrin stoppuð upp.

Menn eru nú ekkert sérstaklega stoltir af þessari útrýmingu í dag.