Hlustaði á morgunþátt Bylgjunnar á leiðinni með dótturina á leikskólann – sem aldrei skyldi verið hafa.
Gissur fréttamaður var að ræða við þáttarstjórnendur og uppfræddi þau um að ABBA yrði að líkindum hleypt inn í frægðarhöll rokksins á nýju ári. Öll þrjú voru mjög ánægð með það, enda tónlist ABBA með eindæmum grípandi og skemmtileg.
Gissur: Svo er reyndar önnur hljómsveit sem kemur til greina. The Stooges. Hún var svona svar Breta við ABBA, en það man enginn eftir neinu lagi með þeim.
Jahá.