Skjalasafnið

Ætli það sé ekki ágætt að halda til haga skeytinu sem ég sendi í gær um kvöldmatarleytið:

Til stjórnar VGR

Um liðna helgi fór fram forval Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Gert hafði verið ráð fyrir því að við í kjörstjórninni myndum að forvali loknu sjálfkrafa taka að okkur hlutverk uppstillingarnefndar til að raða á neðri sæti framboðslistans.

Ljóst er að við þá vinnu verður fullur trúnaður að ríkja milli nefndarinnar og þeirra sem skipa munu efstu sætin. Við gerum okkur grein fyrir því að nefndin nýtur ekki þess trausts. Við óskum því eftir að víkja sæti og að nýir fulltrúar verði skipaðir í okkar stað.

Bréf þetta er ritað af formanni nefndarinnar, en búið er að ræða símleiðis við alla nefndarfulltrúa og eru þeir sammála þessari ósk.

Virðingarfyllst,

Stefán Pálsson